5,2% verðbólga í Bretlandi

Verðbólga er mjög mikil í Bretlandi eða 5,2%.
Verðbólga er mjög mikil í Bretlandi eða 5,2%. Reuters

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 5,2% í Bretlandi í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Bretlands. Er verðbólgan nú jafn mikil þar í landi og í september 2008.

Samkvæmt spá Englandsbanka verður verðbólga meiri en 5% í ár en bankinn gerir ráð fyrir því að á næsta ári dragi úr verðbólgu.

Í ágúst mældist verðbólgan í Bretlandi 4,5% en 35 sérfræðingar sem Bloomberg fréttastofan leitaði til spáðu því að meðaltali að verðbólgan myndi mælast 4,9% í september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK