Verðbólgan mest á Íslandi

Samræmd vísitala neysluverðs er hvergi jafn há og á Íslandi …
Samræmd vísitala neysluverðs er hvergi jafn há og á Íslandi meðal EES-ríkjanna. Reuters

Verðbólga á Íslandi var sú mesta innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) í september, sé miðað við samræmda vísitölu neysluverðs, en verðbólga var þó töluverð víða innan landa á svæðinu.

Þetta má lesa úr tölum sem Hagstofan birti nýverið, en þar kemur fram að verðbólga hér á landi var 5,6% í síðasta mánuði. Var verðbólgan á þennan kvarða nánast hin sama og hún mældist með hinni séríslensku vísitölu (5,7%), en munurinn á vísitölunum tveimur liggur að mestu í því að í fyrrnefndu vísitölunni er eigin húsnæði sleppt.

Að Íslandi slepptu var verðbólga á svæðinu mest í Eistlandi, 5,4%, en önnur lönd með 4% verðbólgu eða þaðan af meira voru Austurríki, Lettland, Litháen og Slóvakía. Írar bjuggu við minnstu verðbólguna í september, 1,3%, en á hæla þeim komu frændur okkar í Svíþjóð með 1,5% verðbólgu og Noregi með 1,6% verðbólgu.

Að jafnaði var verðbólga innan EES 3,3% í septembermánuði síðastliðnum, en til samanburðar var verðbólga á svæðinu 2,1% að jafnaði árið 2010, segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK