Verulegur viðsnúningur varð hjá bandaríska bankanum Bank of America á þriðja ársfjórðungi milli ára. Nam hagnaður bankans nú 6,2 milljörðum Bandaríkjadala, rúmum 720 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 7,3 milljarða dala í fyrra.
Er afkoman mun betri heldur en sérfræðingar höfðu spáð. Tekjur bankans jukust um 6% á milli ára og námu 28,7 milljörðum dala.