Moody's lækkar héröðin á Spáni

Frá Spáni, þar sem verið hafa mótmæli gegn ástandinu á …
Frá Spáni, þar sem verið hafa mótmæli gegn ástandinu á fjármálamörkuðum. Reuters

Mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's lækkaði í dag láns­hæf­is­mat flestra sjálf­stjórn­ar­héraða Spán­ar í dag, dag­inn eft­ir að láns­hæfis­ein­kunn spænska rík­is­ins var lækkuð. Tel­ur fyr­ir­tækið enn skorta á raun­hæf­ar lausn­ir hjá Spán­verj­um á efna­hags­vanda sín­um.

Moo­dy's lækkaði ein­kunn níu héraða um einn til tvo mats­flokka, nema að Castile-La Mancha var lækkað um fimm flokka, niður í láns­hæfis­ein­kunn­ina Baa2. Öll héruðin eru með nei­kvæðar horf­ur, með hættu á enn frek­ari lækk­un.

Að mati Moo­dy's hafa héruðin þurft að ganga veru­lega á lausa­fé sitt og fjárþörf til lengri tíma sé mjög mik­il. Skulda­söfn­un­in sé einnig úr hófi fram og illa hafi tek­ist til við niður­skurð út­gjalda.

Vegna skýrslu Moo­dy's sendi spænski seðlabank­inn frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem seg­ir að niðurstaða mats­fyr­ir­tæk­is­ins sé mörkuð af skamm­tíma­sjón­ar­miðum, verið sé að bregðast við nei­kvæðum frétt­um af evru­ríkj­un­um þessa dag­ana frek­ar en að hugsa til áhrifaþátta lengra fram í tím­ann. Stjórn­völd á Spáni muni ráða fram úr vand­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka