30% útlána í vanskilum

mbl.is

Fjárhæðir og fjöldi útlána í vanskilum er enn of mikill. Ef gengið er út frá því að ef eitt lán viðskiptavinar er í vanskilum þá séu öll önnur lán hans í vanskilum. Samkvæmt þessum mælikvarða eru vanskil útlána rúmlega 30% en þá er átt við að lánin séu búin að vera í vanskilum í 90 daga eða meira. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá Fjármálaeftirlitinu í dag.

En ef vanskil eru skoðuð út frá þeim mælikvarða að þó að eitt útlán viðskiptavinar sé í vanskilum þá eigi ekki það sama við um önnur útlán hans. Samkvæmt þeim mælikvarða eru vanskil um 15% af bókfærðu virði útlána. Þessi mælikvarði er oftast notaður í alþjóðlegum samanburði. Hjá bönkum með gott útlánasafn er algengt að þessi mælikvarði sé -2% af bókfærðu virði útlána.

„Hvort sem miðað er við fyrri eða seinni mælikvarðann eru vanskil útlána enn of há," samkvæmt upplýsingum sem fram komu á fundi FME.

Að sögn Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, er hér bæði um að ræða vanskil fyrirtækja og heimila en vanskilin eru heldur meiri hjá fyrirtækjum en einstaklingum. Hann segir að bankar sem eru með svo hátt vanskilahlutfall eigi mjög erfitt með að fjármagna sig.

Íslensk fyrirtæki eiga mikið undir viðskiptum við evru-svæðið og á eftir að koma í ljós hver áhrif vandans í Evrópu á eftir að hafa á íslensk fyrirtæki og skuldastöðu þeirra í íslenska bankakerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka