Ekkert samkomulag í sjónmáli

Formaður hagsmunahóps banka segir að ekkert samkomulag sé í sjónmáli milli evruríkjanna og banka um að fella niður hluta af skuldum gríska ríkisins.

Charles Dallara, yfirmaður Alþjóðlegu fjármálastofnunarinnar, sagði nú síðdegis að enn væri langt í land. Stofnunin hefur verið fulltrúi banka í viðræðum við evruríkin. 

Dallara sagði að þrátt fyrir áform um að fella niður stóran hluta af skuldum Grikkja yrði landið áfram í gjörgæslu Evrópu árum saman. Bankarnir séu hins vegar opnir fyrir samkomulagi sem feli í sér að allir verði að leggja meira af mörkum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK