Formaður hagsmunahóps banka segir að ekkert samkomulag sé í sjónmáli milli evruríkjanna og banka um að fella niður hluta af skuldum gríska ríkisins.
Charles Dallara, yfirmaður Alþjóðlegu fjármálastofnunarinnar, sagði nú síðdegis að enn væri langt í land. Stofnunin hefur verið fulltrúi banka í viðræðum við evruríkin.
Dallara sagði að þrátt fyrir áform um að fella niður stóran hluta af skuldum Grikkja yrði landið áfram í gjörgæslu Evrópu árum saman. Bankarnir séu hins vegar opnir fyrir samkomulagi sem feli í sér að allir verði að leggja meira af mörkum.