Ekki val heldur lögboðuð þvingun

Fram kom á fundinum að sum stór fyrirtæki hefðu tilkynnt …
Fram kom á fundinum að sum stór fyrirtæki hefðu tilkynnt starfsmönnum að þau myndu sjálfkrafa lækka séreignarsparnað launþega úr 4% í 2%. mbl.is/Sigurgeir

Það er verið að herja á líf­eyr­is­sparnað al­menn­ings í land­inu með áformuðum laga­breyt­ing­um á skatta­afslætti vegna viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnaðar – og líf­eyr­is­sjóðakerfið mun bregðast hart við öll­um slík­um breyt­ing­um.

Þetta kom fram í er­indi Þóreyj­ar S. Þórðardótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, á fræðslufundi sem hald­inn var í gær á veg­um VÍB, eign­a­stýr­ing­arþjón­ustu Íslands­banka.

Sam­kvæmt frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar til fjár­laga árið 2012 munu launþegar ekki leng­ur eiga þess kost að greiða allt að 4% af tekj­um sín­um í sér­eign­ar­sparnað, því stjórn­völd áforma að skatt­leggja sér­eign­ar­sparnað um­fram 2% af laun­um. Lár­us Páll Páls­son, verk­efn­is­stjóri hjá Líf­eyr­isþjón­ustu VÍB, benti á það í fram­sögu sinni að sam­kvæmt nú­gild­andi skatta­kerfi yrði sér­eign­ar­sparnaður skattlagður tví­veg­is yrðu samn­ing­ar launþega ekki lækkaðir. Því þyrfti að lækka samn­inga í 2% ef af laga­breyt­ing­unni yrði.

Þórey sagði ljóst að gengju þessi áform eft­ir, myndi líf­eyr­is­sparnaður rak­leiðis minnka, enda væri ekki leng­ur um að ræða val­kost fyr­ir launþega – það myndi aldrei borga sig að greiða meira en 2% af laun­um í sér­eign­ar­sparnað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka