Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í dag að vel miðaði í viðræðum um lausn á skuldakreppunni á evrusvæðinu en ekki væri búist við niðurstöðu fyrr en á miðvikudag þegar leiðtogafundur evruríkjanna verður haldinn.
„Fjármálaráðherrarnir hafa náð árangri," sagði Merkel í Brussel eftir leiðtogafund Evrópusambandsins í Brussel í dag. „En það verða engar ákvarðanir teknar fyrir miðvikudag."