Tillögur Frakka ekki samþykktar

Fjármálaráðherrar ESB-ríkja á fundi í Brussel í gærkvöldi.
Fjármálaráðherrar ESB-ríkja á fundi í Brussel í gærkvöldi.

Tillögur Frakka um að styrkja björgunarsjóð evrusvæðisins með því að breyta honum í banka, sem gæti fengið lán hjá evrópska seðlabankanum, munu ekki ná fram að ganga.

Jan Kees De Jager, fjármálaráðherra Hollands, upplýsti í dag, að tillögurnar væru ekki lengur til umræðu. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefur beitt sér fyrir þessari leið en mætt andstöðu, meðal annars frá Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 

De Jager sagði, að tveir kostir væru enn til skoðunar til að breyta björgunarsjóðnum billjóna evra „eldvegg" sem gæti verndað Ítalíu fyrir áhrifum skuldakreppunnar. Hvorugur þessara kosta tengist þó seðlabanka Evrópu. Viðræður fjármálaráðherra evruríkjanna í gærkvöldi og morgun snérust aðallega um hvenær og að hve miklu leyti þurfi að endurfjármagna banka.

Heimildarmenn innan þýsku ríkisstjórnarinnar segja, að þessir tveir kostir séu annars vegar að ný skuldabréf evruríkja verði að hluta til tryggð af hálfu björgunarsjóðsins, og hins vegar að finna nýjar leiðir í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka