Tillögur Frakka ekki samþykktar

Fjármálaráðherrar ESB-ríkja á fundi í Brussel í gærkvöldi.
Fjármálaráðherrar ESB-ríkja á fundi í Brussel í gærkvöldi.

Til­lög­ur Frakka um að styrkja björg­un­ar­sjóð evru­svæðis­ins með því að breyta hon­um í banka, sem gæti fengið lán hjá evr­ópska seðlabank­an­um, munu ekki ná fram að ganga.

Jan Kees De Jager, fjár­málaráðherra Hol­lands, upp­lýsti í dag, að til­lög­urn­ar væru ekki leng­ur til umræðu. Nicolas Sar­kozy, for­seti Frakk­lands, hef­ur beitt sér fyr­ir þess­ari leið en mætt and­stöðu, meðal ann­ars frá Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands. 

De Jager sagði, að tveir kost­ir væru enn til skoðunar til að breyta björg­un­ar­sjóðnum bill­jóna evra „eld­vegg" sem gæti verndað Ítal­íu fyr­ir áhrif­um skuldakrepp­unn­ar. Hvor­ug­ur þess­ara kosta teng­ist þó seðlabanka Evr­ópu. Viðræður fjár­málaráðherra evru­ríkj­anna í gær­kvöldi og morg­un snér­ust aðallega um hvenær og að hve miklu leyti þurfi að end­ur­fjármagna banka.

Heim­ild­ar­menn inn­an þýsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar segja, að þess­ir tveir kost­ir séu ann­ars veg­ar að ný skulda­bréf evru­ríkja verði að hluta til tryggð af hálfu björg­un­ar­sjóðsins, og hins veg­ar að finna nýj­ar leiðir í sam­starfi við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK