Lönd án evru útundan

David Cameron, forsætisráðherra Breta á blaðamannafundi eftir leiðtogafund ESB ríkja …
David Cameron, forsætisráðherra Breta á blaðamannafundi eftir leiðtogafund ESB ríkja í dag. Reuters

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Breta, varaði við því í dag að lokn­um leiðtoga­fundi ESB að lönd sem stæðu utan evru­svæðis­ins gætu átt á hættu að verða útund­an á meðan evru­lönd­in sautján ynnu sam­an að því að leysa úr evru­vand­an­um.

Ca­meron sagði að jafn­vel þó það væri Bret­um í hag að evru­lönd­in ynnu sam­an að lausn vand­ans væri jafn­framt ákveðin hætta fal­in í slíku sam­starfi fyr­ir þau lönd sem stæðu utan evru­svæðis­ins. Hætt­an væri fal­in í því að aðilar evru­svæðis­ins færu að taka ákv­arðanir sem hefðu áhrif á innri markaðinn.

Hann legði því áherslu á að í loka­yf­ir­lýs­ing­unni væri komið inn á mik­il­vægi þessa en heim­ild­ir herma að fund­ur­inn hafi dreg­ist á lang­inn þar sem aðilar gátu ekki komið sér sam­an um orðalag þess efn­is.

Í loka­yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að þess sé kraf­ist „að jafn­ræðis sé gætt meðal allra aðild­ar­ríkja, þar með talið þeirra ríkja sem hafa ekki tekið upp evr­una.“

Aðspurður hafnaði Ca­meron því að hon­um fynd­ist erfitt að vera ekki viðstadd­ur er tekn­ar væru ákv­arðanir um evr­una án þess að hann væri viðstadd­ur, þar sem hann hefði hvorki áhuga á evr­unni né vildi að Bret­land tæki hana upp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK