Plástur á deyjandi sjúkling

Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðiprófessorinn Paul Krugman.
Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðiprófessorinn Paul Krugman. ZAINAL ABD HALIM

Það er alveg ljóst að evrópska banka vantar fjármagn segir Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði í pistli þar sem fyrirsögnin ber þess merki að hann telji leiðtoga ESB fljóta sofandi að feigðarósi - Þilfarsstólar, Titanic.

Hann gagnrýnir því harðlega að bönkunum  dugi að afla 108 milljarða evra til að styrkja evrópskt bankakerfi á næstu sex til níu mánuðum líkt og kom fram í fréttum.

Krugman segir vanda bankanna vera merki um undirliggjandi skuldavanda ríkja sem ekki er hægt að leysa, ef það er þá hægt, nema með því að Seðlabanki Evrópu láni fé og skuldbindingu um að auka peningamagn í umferð. Án þess gleypi tap vegna ríkisskuldabréfa allt fjármagn sem bankarnir nái sér í.

Krugman líkir væntri endurfjármögnun við plástur sem settur sé hægt og rólega á yfir tímabilið á meðan sjúklingurinn eigi á hættu að deyja innan nokkurra vikna vegna skemmda á innri líffærum.

Pistill Krugman

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK