Binding við evru ekki lausn

Bandaríski nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðiprófessorinn Paul Krugman
Bandaríski nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðiprófessorinn Paul Krugman STR

Stöðu Íslands er best lýst þannig að hún sé ekki eins slæm og hún hefði getað verið segir Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðiprófessorinn Paul Krugman á bloggsíðu sinni en hann segist fá mikið af pósti um skuldavanda heimilanna.

Krugman segir að Íslendingar verði að spyrja sig að því hvort þeir væru í þeirri stöðu sem þeir eru í nú ef þeir hefðu farið „lettnesku leiðina“ með því að festa gengið og reyna að endurheimta samkeppnishæfni sína með verðhjöðnun.

Svarið við því sé einfaldlega neikvætt.

Krugman slær reyndar þann varnagla að hann sé ekki nógu vel að sér í því hvernig málum er háttað á Íslandi til að geta tjáð sig um hvaða leið skuli fara við við niðurfærslu skulda. Hins vegar sé ljóst að það að binda gengi krónunnar við evruna hefði verið til lítils gagns og getað leitt til mun hærra atvinnuleysis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK