Gríðarmikill árangur

Ju­lie  Kozack, formaður sendi­nefnd­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins gagn­vart Íslandi, seg­ir í viðtali við vef sjóðsins að ís­lend­ing­ar hafi náð öll­um meg­in­mark­miðunum, sem sett voru í efna­hags­áætl­un Íslands og sjóðsins haustið 2008.

„Það voru sett fram þrjú mark­mið í áætl­un­inni: Að ná fram stöðugu gengi, koma rík­is­fjár­mál­um á sjálf­bæra braut og end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerfið. Öll þessi mark­mið höfðu náðst þegar samn­ings­tím­an­um lauk. Það var í raun gríðar­mik­ill ár­ang­ur í ljósi þess hve fjár­mála­hrunið var um­fangs­mikið," seg­ir Kozack. 

Hún seg­ir þó að það muni taka tals­verðan tíma fyr­ir Ísland að ná fyrri styrk. Því miður séu heim­ili, fyr­ir­tæki og rík­is­sjóður afar skuld­sett, fyrst vegna efna­hags­upp­gangs­ins og hruns­ins í kjöl­farið. „Við spá­um því, að hag­vöxt­ur muni ekki taka við sér að marki fyrr en búið er að end­ur­skipu­leggja skulda­mál heim­ila og fyr­ir­tækja."

Viðtalið er birt í til­efni af ráðstefnu, sem ís­lensk stjórn­völd, Seðlabank­inn og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn munu standa að nk. fimmtu­dag í Hörpu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK