Gríðarmikill árangur

Julie  Kozack, formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi, segir í viðtali við vef sjóðsins að íslendingar hafi náð öllum meginmarkmiðunum, sem sett voru í efnahagsáætlun Íslands og sjóðsins haustið 2008.

„Það voru sett fram þrjú markmið í áætluninni: Að ná fram stöðugu gengi, koma ríkisfjármálum á sjálfbæra braut og endurskipuleggja fjármálakerfið. Öll þessi markmið höfðu náðst þegar samningstímanum lauk. Það var í raun gríðarmikill árangur í ljósi þess hve fjármálahrunið var umfangsmikið," segir Kozack. 

Hún segir þó að það muni taka talsverðan tíma fyrir Ísland að ná fyrri styrk. Því miður séu heimili, fyrirtæki og ríkissjóður afar skuldsett, fyrst vegna efnahagsuppgangsins og hrunsins í kjölfarið. „Við spáum því, að hagvöxtur muni ekki taka við sér að marki fyrr en búið er að endurskipuleggja skuldamál heimila og fyrirtækja."

Viðtalið er birt í tilefni af ráðstefnu, sem íslensk stjórnvöld, Seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn munu standa að nk. fimmtudag í Hörpu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK