Þótt hlutabréfaverð hafi hækkað í morgun í helstu kauphöllum Evrópu varð sú ekki raunin í Aþenu þar sem kauphallarvísitala hefur lækkað um rúmlega 5%.
Það eru einkum hlutabréf banka, sem hafa lækkað í morgun en ljóst þykir eftir fundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna, að einkabankar munu tapa meiru á grískum ríkisskuldabréfum, en áður var talið.
Vísitölur í Frakklandi og Þýskalandi hækkuðu um rúmlega 0,5% þegar viðskipti hófust í morgun en heldur hefur dregið úr hækkuninni nú og CAC vísitalan í París er raunar orðin rauð, hefur lækkað um 0,3%.
Í Asíu hækkuðu hlutabréf hins vegar umtalsvert í morgun vegna væntinga fjárfesta um að raunhæf lausn sé að finnast á skuldavanda ríkja á evrusvæðinu.