Mæling á innkaupavísitölu framkvæmdastjóra á evrusvæðinu bendir til þess að það sé að renna inn í nýtt samdráttarskeið.
Vísitalan féll í 47,2 í október og hefur ekki fallið meira milli mánaða í tvö ár.
Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að mikil fylgni sé á milli þróunar þessarar vísitölu og hagvaxtar á evrusvæðinu. Nýtt samdráttarskeið á evrusvæðinu gæti magnað upp skuldakreppuna sem nú geisar enn frekar.