Thomsen: Jákvæðar breytingar á Íslandi

Poul Thomsen, aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lýsir því í grein sem birt verður á vef AGS síðar í dag hvaða breytingar hafa orðið á Íslandi frá því hann kom fyrst hingað til lands í október 2008.

Thomsen, sem er formaður sendinefnda AGS gagnvart Grikklandi og Portúga, segir að afar jákvæðar breytingar hafi orðið á efnahagsástandinu á Íslandi á síðustu þremur árum þrátt fyrir að atvinnuleysi sé enn of mikið hér þar sem Íslendingar eru ekki vanir því að hér sé atvinnuleysi. Hagvöxtur sé byrjaður að mælast og íslenska ríkið hafi gefið út skuldabréf fyrir 1,1 milljarð Bandaríkjadala í skuldabréfaútboði í júni sem marki upphafið að innkomu íslenska ríkisins á alþjóðlega fjármálamarkaði á ný. 

Opinberar skuldir séu mjög háar enn í dag og mun meiri en var fyrir hrun. Endurfjármögnun bankanna sé lokið en enn séu nokkur atriði sem eftir standi. Þar beri hæst Icesave-deiluna við Breta og Hollendinga. Íslendingar hafi sýnt mikla seiglu og styrk sem þjóð. Það sem nú ríði á er að draga úr atvinnuleysi og auka hagvöxt.

Greinin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK