Nemat Shafik, aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði á ráðstefnu sjóðsins og íslenskra stjórnvalda í Hörpu síðdegis, að það væri mjög áhrifamikið hvernig íslenskum stjórnvöldum hefði tekist að verja velferðarkerfið í kjölfar efnahagshrunsins.
Einhverjir áheyrendur í salnum brugðust við þessum orðum en Shafik sagðist vísa til þess sem hún hefði heyrt á ráðstefnunni í dag. Stefán Ólafsson, prófessor, sagði m.a. fyrr í dag, að þótt skorið hefði verið niður til velferðarmála vegna kreppunnar væri hlutfall velferðar af þjóðarframleiðslu hærra en það var fyrir fjármálahrunið.
Shafik sagði að draga mætti ýmsan lærdóm af samstarfi AGS og Íslands.