Lánshæfiseinkunn Kýpur lækkar

Fjármálaráðherrar evruríkjanna á fundi í Brussel.
Fjármálaráðherrar evruríkjanna á fundi í Brussel. Reuters

Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfismat Kýpur úr BBB+ í BBB. Fyrirtækið segir að horfur í efnahagsmálum Kýpur séu neikvæðar.

Talið er að bankar á Kýpur verði fyrir miklu tapi vegna þess að þeir lánuðu mikla fjármuni til Grikklands. Samkvæmt samkomulagi sem leiðtogar Evrópusambandsins náðu í vikunni verður bönkum gert að afskrifa 50% af ríkisskuldum Grikklands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka