Milljarður í hagnað hjá Högum

Hagar reka m.a. verslunarkeðjurnar Hagkaup og Bónus.
Hagar reka m.a. verslunarkeðjurnar Hagkaup og Bónus.

Hagnaður Haga hf. á fyrri hluta rekstrarárs félagsins nam 1025 milljónum króna eftir skatta eða 3% af veltu, sem var 33,7 milljarðar króna á tímabilinu. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður félagsins 631 milljón króna og veltan 33,8 milljarðar.

Um er að ræða tímabilið frá mars til loka ágúst. Í tilkynningu frá Högum segir, að á síðasta rekstrarári hafi verslanakeðjan 10-11 verið hluti af sex mánaða árshlutareikningi félagsins.  Að teknu tilliti til brotthvarfs á rekstri 10-11 nemur söluaukning félagsins 6,14%. 

Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta nam 2188 milljónum króna, samanborið við 2416 milljónir króna árið áður.  Á fyrri helmingi ársins var fjármagnskostnaður 231 milljónir króna, samanborið við 1.056 milljónir á sama tímabili árið áður.

Í tilkynningunni segir, að horfur í rekstri félagsins séu góðar og rekstur félagsins samkvæmt áætlunum.  Almenn óvissa með efnahagsástand á Íslandi og þróun á ráðstöfunartekjum íslenskra heimila geti þó haft áhrif á rekstur félagsins.   Engar óvæntar eða afgerandi breytingar hafi orðið á rekstri félagsins frá uppgjörsdegi til dagsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK