Saab í eigu Kínverja

Saab er nú í eigu kínverskra fjárfesta
Saab er nú í eigu kínverskra fjárfesta Reuters

Sænski bíla­fram­leiðand­inn Saab er nú að fullu í eigu kín­verskra fjár­festa en eig­andi Saab, Swed­ish Automobile, til­kynnti í morg­un að hann hefði selt allt hluta­fé í Saab til kín­versku bíla­fyr­ir­tækj­anna Youngman og Pang Da fyr­ir 100 millj­ón­ir evra, tæpa 16 millj­arða króna.

Saab hef­ur átt í veru­leg­um rekstr­ar­erfiðleik­um síðustu miss­eri og hef­ur fyr­ir­tækið ít­rekað ekki getað greitt starfs­mönn­um sín­um laun á rétt­um tíma. Fé­lagið fór í greiðslu­stöðvun fyr­ir nokkru en í síðustu viku var til­kynnt um að ekki væri óskað eft­ir áfram­hald­andi greiðslu­stöðvun þar sem Swed­ish Automobile tókst ekki að út­vega nægj­an­legt fé svo hægt væri að halda rekstr­in­um áfram. 

Til stóð að kín­versku fjár­fest­arn­ir keyptu helm­ings­hlut í Saab en fallið var frá því og ákveðið að selja þeim Saab að fullu.

Frétt Dagens Nær­ingsliv

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK