Töpuðu 5 þúsund milljörðum

Meðal eigna norsrka olíusjóðsins sem rýrnuðu mikið er hlutur í …
Meðal eigna norsrka olíusjóðsins sem rýrnuðu mikið er hlutur í BNP Paribas Reuters

Tap norska olíusjóðsins nam 284 milljörðum norskra króna, rúmum fimm þúsund milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Er þetta annað mesta tap sjóðsins í sögu hans en mest varð tapið í fjármálakreppunni árið 2008.

Ávöxtun sjóðsins, lífeyrisssjóðs norska ríkisins, var neikvæð um 8,8% á tímabilinu júlí til september. Að sögn Yngve Slyngstad, forstjóra sjóðsins, var ástandið á mörkuðum afar erfitt á þriðja ársfjórðungi vegna skuldavanda evru-ríkjanna og ótta um að efnahagskreppa sé yfirvofandi í heiminum. 

Eignir lífeyrissjóðsins minnkuðu í ársfjórðungnum og voru í lok september 3.055 milljarðar norskra króna. Hafði markaðsvirði eigna minnkað um 56 milljarða þrátt fyrir að ríkið hafi lagt 78 milljarða norskra króna inn í sjóðinn í ársfjórðungnum.

Meðal eigna sjóðsins sem rýrnuðu mest var hlutur hans í stórum bönkum, svo sem í franska bankanum BNP Paribas.

Ítarleg umfjöllun um afkomu norska olíusjóðsins á E24

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK