Hæsta boðið sagt 1,3 milljarðar punda

Ein af verslunum Iceland í Lundúnum.
Ein af verslunum Iceland í Lundúnum.

Hæsta tilboðið, sem barst í hlut íslensku bankanna í bresku verslunarkeðjunni Iceland, er talið hafa hljóðað upp á 1,3 milljarða punda, 237 milljarða króna, að sögn blaðsins Mail on Sunday.

Verið er að selja 67% hlut skilanefndar Landsbankans og 10% hlut skilanefndar Glitnis en bankarnir yfirtóku hlutina við gjaldþrot Baugs Group.

Fram kemur á vefnum RetailWeek, að verslunarkeðjurnar Morrisons og Asda séu taldar meðal tilboðsgjafa en hvorugt þessara fyrirtækja vilji kaupa alla Iceland keðjuna. Nokkur fjárfestingarfélög hafi einnig lagt fram tilboð.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK