Hæsta tilboðið, sem barst í hlut íslensku bankanna í bresku verslunarkeðjunni Iceland, er talið hafa hljóðað upp á 1,3 milljarða punda, 237 milljarða króna, að sögn blaðsins Mail on Sunday.
Verið er að selja 67% hlut skilanefndar Landsbankans og 10% hlut skilanefndar Glitnis en bankarnir yfirtóku hlutina við gjaldþrot Baugs Group.
Fram kemur á vefnum RetailWeek, að verslunarkeðjurnar Morrisons og Asda séu taldar meðal tilboðsgjafa en hvorugt þessara fyrirtækja vilji kaupa alla Iceland keðjuna. Nokkur fjárfestingarfélög hafi einnig lagt fram tilboð.