Hlutabréf og evra á niðurleið

Hlutabréf og evra hafa lækkað í dag
Hlutabréf og evra hafa lækkað í dag Reuters

Allir helstu hlutabréfamarkaðir Evrópu hafa lækkað í dag á sama tíma og evran hefur fallið gagnvart Bandaríkjadal.

Í Lundúnum hefur FTSE-vísitalan lækkað um 1,18% það sem af er degi. Í Frankfurt hefur DAX-vísitalan lækkað um 1,50% og CAC í París hefur lækkað um 1,88%.

Evran stendur nú í 1,3981 Bandaríkjadal eftir að hafa verið skráð á 1,4156 dali á föstudagskvöldið.

Atvinnuleysi mældist 10,2% á evrusvæðinu í september síðatliðnum samanborið við 10,1% í ágúst. Atvinnuleysi hefur verið vaxandi á svæðinu undanfarna mánuði en það var 9,7% í september í fyrra. Kemur þetta fram í tölum sem hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti í morgun.

Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að aukið atvinnuleysi má rekja til þess að hægt hefur á hagvexti á svæðinu samhliða vaxandi skuldavanda ríkja innan svæðisins. Var 1,6% árshagvöxtur þar á öðrum ársfjórðungi samanborið við 2,4% vöxt á fyrsta fjórðungi. Hægt hefur á hagvexti í mörgum af stórum ríkjum innan evrusvæðisins s.s. í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu.

Almennt hefur atvinnuleysið einnig verið að aukast undanfarið og hagvöxtur að minnka í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Var atvinnuleysið árstíðarleiðrétt þar 9,7% í september samanborið við 9,6% í ágúst. Það er þó bæði aðeins lægra en á evrusvæðinu og hefur ekki aukist jafn mikið undanfarna mánuði, en það var 9,6% í ESB í september í fyrra. Líkt og á evrusvæðinu hefur hægt á hagvexti aðildarríkjanna undanfarið, en á öðrum fjórðungi var hann að meðaltali 1,7% samanborið við 2,4% á þeim fyrsta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK