Grísk hlutabréf falla um 6,31%

Óvænt útspil forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou um að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna samkomulags evru-ríkjanna um stuðning við Grikkland, hefur haft gríðarleg áhrif á fjármálamörkuðum í dag. Í Aþenu hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 6,31%.

Sérfræðingar á evrópskum hlutabréfamörkuðum segja tilkynningu Papandreou áfall og enn einu sinni sé framtíð evru-svæðisins  sett í hættu.

Eru það einkum hlutabréf banka sem hafa lækkað mikið í verði í morgun. Hlutabréf gríska bankans Alpha Bank hafa lækkað um 14,4%, Eurobank um 16%, Greek National Bank um 13,95% og Piraeus Bank um 22,3%.

Í Portúgal hefur PSI-20 vísitalan lækkað um 3,17% og hlutabréf stærsta einkabanka landsins, BCP, hafa lækkað um 9,68%. Er gengi bankans nú 0,14 evrur og hefur aldrei verið jafn lágt. Hlutabréf BES bankans hafa lækkað um 8,28%, BPI bankinn hefur lækkað um 6% og Banif bankinn um 5,02%.

Í París hefur CAC vísitalan lækkað um 4,03% en hlutabréf stærstu frönsku bankanna hafa hrapað í verði enda eiga þeir mikið undir í grískum ríkisskuldabréfum. Société Generale hefur lækkað um 11,92%, Credit Agricole um 11,58% og BNP Paribas um 10,05%.

Ítalska FTSE Mib vísitalan hefur lækkað um 5,02% og hafa hlutabréf stærsta ítalska bankans, UniCredit, lækkað um 11,32%, Intesa Sanpaolo hefur lækkað um 10,84%.

Virði evrópskra banka hefur hrapað í dag
Virði evrópskra banka hefur hrapað í dag Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK