Gengi evrunnar hefur lækkað mikið í dag líkt og allt sem tengist Evrópu á fjármálamörkuðum heimsins.
Er lækkunin rakin til ákvörðunar forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunaraðgerðir evru-svæðisins og ótta um stöðu ítalskra ríkisskuldabréfa.
Evran fór lægst í 1,3609 Bandaríkjadali í dag og hefur ekki verið skráð jafnlág síðan 12. október. Nú er evran skráð á 1,3666 dali en í gærkvöldi var lokagildi hennar 1,3851 dalir.