Mikil lækkun á verði banka

Commerzbank AG
Commerzbank AG Reuters

Miklar lækkanir einkenna evrópska hlutabréfamarkaði í kjölfar yfirlýsingar forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, í gær um að stefnt væri að þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurskurð í ríkisfjármálum gríska ríkisins.

Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 2,14% og hafa hlutabréf Barclays bankans lækkað um 7,01%. Hins vegar hefur öryggisþjónustufyrirtækið G4S hækkað um 2,33% eftir að tilkynnt var um að hætt væri við yfirtöku á danska fyrirtækinu ISS.

Í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 3,65% og hafa hlutabréf Commerzbank lækkað um 7,57%. Í París hefur CAC vísitalan lækkað um 3,22% og hafa hlutabréf Société Generale bankans lækkað um 10,64%. Engin hlutabréf hafa hækkað í verði í Þýskalandi og Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK