5,4 milljarða hagnaður Icelandair Group

Hagnaður Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi eftir skatta var 5,4 milljarðar króna en var 5,2 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins nam hagnaður félagsins rúmlega 4,6 milljörðum króna en var rúmlega 3,1 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra.

Heildarvelta fyrirtækisins var 35,9 milljarðar króna á síðasta ársfjórðungi og jókst um 15% frá sama tíma í fyrra. Fyrstu 9 mánuði ársins var veltan 76,9 milljarðar króna og jókst um 11% á milli ára.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningu að eldsneytisverð á ársfjórðungnum hafi verið um 46% hærra að meðaltali en á sama tímabili 2010. „Við erum því mjög sátt við rekstrarniðurstöðuna og þrátt fyrir blikur á lofti í efnahagsmálum heimsins þá eru rekstrarhorfur Icelandair Group jákvæðar."

Björgólfur segir, að vegna hærra eldsneytisverðs og aukinnar framleiðslu sé gert ráð fyrir að afkoma á fjórða ársfjórðungi verði mun lakari en á árinu 2010 þegar EBITDA, hagnaður fyrir skatta og afskriftir, nam um 1,1 milljarði króna. Uppfærð rekstrarspá fjórðungsins geri ráð fyrir að EBITDA á síðasta ársfjórðungi verði óveruleg eða jafnvel neikvæð um allt að 0,5 milljarð króna og að EBITDA ársins í heild verði því 10,0–10,5 milljarðar króna.

Fram kemur í tilkynningu félagsins, að framboð félagsins í millilandaflugi jókst um 20% milli ára á þriðja ársfjórðungi og farþegaaukning á milli ára á sama tímabili var 17%. Áframhaldandi vöxtur sé áætlaður á árinu 2012 þegar flugáætlun Icelandair verði sú stærsta í sögu félagsins og um 14% umfangsmeiri en á þessu ári. 

Tilkynning Icelandair Group

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK