Grikkir ættu hugsanlega að fara að fordæmi Ísland

Bill Gross.
Bill Gross. Reuters

Bill Gross, forstjóri PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, sagði á ráðstefnu í San Francisco í gær að Íslendingar hefðu farið rétta leið þegar þeir endurskipulögðu fjármál sín eftir að bankakerfið hrundi. Hugsanlega ættu Grikkir að fara að fordæmi Íslendinga.

„Þeir (Íslendingar) sögðu í raun bönkunum að fara í rass og rófu, að taka peningana sína og fara heim. Hugsanlega ættu Grikkir að gera það sama því annars eiga þeir fyrir höndum langt tímabil erfiðleika, 5, 10 eða 15 ár," hefur Reuters-fréttastofan eftir Gross.  

Hann sagði einnig að spurningin væri ekki hvort heldur hvenær Grikkir lentu í greiðsluþroti. Þá sagðist hann telja helmingslíkur á að Grikkir hættu í evrusamstarfinu.

„Ég held raunar að það væri best fyrir þá að hætta samstarfinu núna en taka það upp aftur síðar," sagði Gross.  

PIMCO er hluti af þýska tryggingafélaginu Allianz en starfar að mestu sjálfstætt.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK