Bandarísk hlutabréf hækkuðu í kauphöllinni á Wall Street í kvöld eftir að stjórn bandaríska seðlabankans ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum og lýsti því yfir að hún væri reiðubúin til að grípa til frekari aðgerða til að örva efnahagslífið.
Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,53% og er 11.836 stig. Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,27% og er 2640 stig.