Á opnum fundi um samkeppnisáhrif eignarhalds banka á fyrirtækjum í gær sagði Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, að Icelandair hefði hvorki leitað eftir tilboðum frá Múrbúðinni né Byko í tengslum við miklar breytingar á hóteli sínu á Akureyri í vor.
Í Morgunblaðinu í dag segir Baldur, að allt efni var keypt í Húsasmiðjunni, sem er í eigu Framtakssjóðsins, en sjóðurinn á 30% hlut í Icelandair.