Vaxtahækkun seinkar bata

mbl.is/Helgi Bjarnason

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins lýsa von­brigðum með þá ákvörðun pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabank­ans að hækka stýri­vexti um 0,25%.

„Vaxta­hækk­un við ríkj­andi aðstæður sem ein­kenn­ast af allt of lágu fjár­fest­ing­arstigi, mikl­um slaka í efna­hags­líf­inu, stór­felldu at­vinnu­leysi og hóf­leg­um vexti al­mennr­ar eft­ir­spurn­ar er til þess fall­in að draga úr og seinka þeim efna­hags­bata sem nauðsyn­leg­ur er þannig að at­vinnu­leysi minnki í ásætt­an­legt horf og fyr­ir­tæk­in fái líf­væn­leg starfs­skil­yrði.

Verðbólg­an á skemmri tíma mæli­kv­arða er á niður­leið og kostnaðaráhrif kjara­samn­inga annað hvort kom­inn fram eða bund­in næstu árin og þar með utan áhrifa­sviðs pen­inga­stefn­unn­ar. Lækk­andi hrávörðuverðshækk­an­ir á alþjóðamörkuðum, lak­ari efna­hags­horf­ur er­lend­is og styrk­ing krón­unn­ar ættu að stuðla að því að verðbólgu­mark­mið bank­ans verði í sjón­máli inn­an fárra miss­era," seg­ir í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK