Vextir hækka

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Stýrivextir hækka því úr 4,5% í 4,75%.

Greiningardeildir höfðu almennt gert ráð fyrir að vöxtum bankans yrði haldið óbreyttum með fyrirvara um hóflega hækkun líkt og nú er raunin.

Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða því 3,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,50%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,75% og daglánavextir 5,75%.

Segir í ákvörðun nefndarinnar að nýjustu hagtölur og spá Seðlabankans, sem birtist í Peningamálum í dag, staðfesti að efnahagsbatinn hefur haldið áfram, þrátt fyrir að það dragi úr hagvexti í heiminum og óvissa hafi aukist. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði nokkru meiri í ár og á næsta ári en spáð var í ágúst og að verðbólga verði heldur minni á næstu misserum sakir sterkara gengis krónunnar og minni innfluttrar verðbólgu.

Veruleg óvissa ríkir um þann feril nafnvaxta sem þarf til þess að ná verðbólgumarkmiðinu. Í ljósi efnahagshorfa, áframhaldandi styrkingar gengis krónunnar og hugsanlega óhagstæðrar alþjóðlegrar efnahagsþróunar virðist núverandi vaxtastig um það bil við hæfi á komandi mánuðum. Horft lengra fram á veginn verður hins vegar nauðsynlegt að draga úr núverandi slaka peningastefnunnar eftir því sem efnahagsbatanum vindur fram og dregur úr slaka í þjóðarbúskapnum. Að hve miklu leyti þessi aðlögun á sér stað með hærri nafnvöxtum fer eftir framvindu verðbólgunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK