Auka hlut sinn í Högum

Hagar eiga meðal annars Bónus-verslanirnar og Hagkaup.
Hagar eiga meðal annars Bónus-verslanirnar og Hagkaup. Kristinn Ingvarsson

Búvellir, eignarhaldsfélag þeirra Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, hafa nýtt sér kauprétt á 10% hlut í Högum samkvæmt tilkynningu frá Kauphöllinni sem birtist í morgun. Kaupverðið á hlutnum er 1,3 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu Kauphallarinnar.

Búvellir keyptu 34% hlut  í Högum af Eignabjargi, dótturfélagi Arion, fyrr á þessu ári. Einnig var samið um að Búvellir fengju kauprétt að 10% hlut til viðbótar. Eins og tilkynnt var um fyrr í vikunni er stefnt að skráningu Haga á hlutabréfamarkað fyrir lok þessa árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK