Samkvæmt upplýsingum frá Miðengi, dótturfélagi Íslandsbanka, er söluferlinu á BLIH, móðurfélagi Ingvars Helgasonar ehf. og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf., enn ekki lokið.
Heldur sé ekki hægt að útiloka að aðrir fjárfestar en þeir sem nú er rætt við, komi að kaupunum áður en yfir lýkur.
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að eigendur BLIH, sem eru Landsbankinn og Lýsing auk Miðengis, hefðu ákveðið að selja Ernu Gísladóttur, fyrrverandi forstjóra B&L, bílaumboðin tvö. En samkvæmt tilkynningu frá Miðengi standa enn viðræður yfir um kaupin við einn af þeim tíu fjárfestum sem skiluðu óskuldbindandi tilboði í BLIH.
Ennfremur kemur fram í tilkynningunni að söluferlinu sé enn ekki lokið þar sem ekki hafi verið gengið að tilboðinu.