B&L og Ingvar Helgason ekki verið seld

BMW er ein þeirra bíltegunda sem Bifreiðar og landbúnðarvélar hafa …
BMW er ein þeirra bíltegunda sem Bifreiðar og landbúnðarvélar hafa á sinni könnu. reuters

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Miðengi, dótt­ur­fé­lagi Íslands­banka, er sölu­ferl­inu á BLIH, móður­fé­lagi Ingvars Helga­son­ar ehf. og Bif­reiða og land­búnaðar­véla ehf., enn ekki lokið. 

Held­ur sé ekki hægt að úti­loka að aðrir fjár­fest­ar en þeir sem nú er rætt við, komi að kaup­un­um áður en yfir lýk­ur.

Fram kom í frétt­um Stöðvar 2 á þriðju­dag að eig­end­ur BLIH, sem eru Lands­bank­inn og Lýs­ing auk Miðeng­is, hefðu ákveðið að selja Ernu Gísla­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­stjóra B&L, bílaum­boðin tvö. En sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Miðengi standa enn viðræður yfir um kaup­in við einn af þeim tíu fjár­fest­um sem skiluðu óskuld­bind­andi til­boði í BLIH.

Enn­frem­ur kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að sölu­ferl­inu sé enn ekki lokið þar sem ekki hafi verið gengið að til­boðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka