Vaxtahækkun bítur fast á fyrirtæki

Seðlabankinn við Arnarhól.
Seðlabankinn við Arnarhól. mbl.is/Ernir

Ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig hefur bein og skjót áhrif á fjármögnunarkostnað fyrirtækja sem hafa á undanförnum misserum í stórauknum mæli tekið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum.

Á síðustu tveimur árum hefur verðmæti slíkra lána aukist úr 90 milljörðum í hátt í 300 milljarða og nema þau nú um þriðjungi af heildarútlánum til fyrirtækja, að því er fram kemur í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Mörg fyrirtæki eru af þeim sökum berskjaldaðri en áður fyrir vaxtahækkunum Seðlabankans þar sem hækkunin leiðir strax til meiri fjármagnskostnaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK