Seðlabanki býst við minni vexti en áður

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að nýjasta þjóðhagsspá Seðlabankans fela í sér væntingar um minni hagvöxt á næstu þrem árum en í fyrri spá bankans á árinu. Már segir hinsvegar að það sé ekki meginhlutverk Seðlabankans að skapa hagvöxt heldur að halda aftur af verðbólgu.

Þetta kom fram í svari Más við fyrirspurn Vilhjálm Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á morgunfundi Verslunarráðs nú í morgun. Vilhjálmur furðaði sig á því að Seðlabankinn væri að hækka vexti á sama tíma og hann er að lækka hagvaxtarspá sína fyrir næstu þrjú ár á meðaltali. Már svaraði þessari gagnrýni með því að vísa til verðbólguþróunar í hagkerfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK