Smásölukeðjan Asda og skoska matvörukeðjan Farmfoods ætla að bjóða saman í bresku smásölukeðjuna Iceland Food 1,4 milljarða punda, 257 milljarða króna. Önnur umferð útboðs Landsbankans og Glitnis á meirihlutanum í keðjunni hefst í næstu viku. Þetta kemur fram á vef breska dagblaðsins Telegraph í kvöld.
Samkvæmt frétt Telegraph stefnir Asda að því að selja Farmfoods 200 verslanir Iceland ef af samningnum verður.
Asda og Morrison’s hafa bæði boðið 1,3-1,5 milljarða punda í Iceland keðjuna. Hins vegar þurfa báðar keðjurnar að selja um 200 verslanir Iceland af samkeppnisástæðum.