Heildarveltuaukning varð á Visa kreditkortaviðskiptum á tímabilinu 22. september til 21. október um 17,8% ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Notkun innanlands jókst um 17,2% en erlendis var veltuaukningin tæp 21%.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valitor sem birtir mánaðarlega samanburð á veltutölum milli ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra Visa kreditkorta.
Notkun íslenskra Visa korta innanlands á bensínstöðvum og við eldsneytissjálfsala jókst um 23,4% í október.
Í matvöruverslunum og stórvöruverslunum jókst notkunin um 23,1%.
Notkun í áfengisverslunum við kaup á bjór og víni jókst um 12,8%.