Dregið úr verðtryggingaráhættu ÍLS

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður mbl.is/Árni Sæberg

Ákveðið hefur verið að ríkissjóður kaupi til baka óverðtryggð bréf af Íbúðalánasjóði að andvirði 32,5 milljarða króna að nafnverði. Á móti afhendir ríkissjóður verðtryggð bréf fyrir 31,62 milljarða króna.

Aðgerðin felur í sér að eiginfjárframlag ríkissjóðs inn í Íbúðalánasjóð breytist úr því að vera óverðtryggt yfir í það að vera verðtryggt. Markmiðið með aðgerðinni er að draga úr verðtryggingaráhættu Íbúðalánasjóðs en megnið af skuldbindingum hans er verðtryggt. Aðgerðin mun hafa óveruleg áhrif á skuldastöðu ríkissjóðs, segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK