Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Christine Lagarde mun í dag funda með forseta Rússlands Dmitry Medvedev í Moskvu í Rússlandi en þar mun evruvandann bera hæst á dagsskránni. Fulltrúar yfirvalda í Moskvu segja að auk þess muni umræðurnar snúast um frekari leiðir til endurskipulagningar á fjármálakerfi heimsins.
Þó að Rússar eigi ekki í sömu vandræðum og sum lönd evrusvæðisins eru þeir sagðir óttast áhrif evruvandans á eigin efnahag. Rússar séu jafnvel reiðubúnir til að leggja til fé í björgunarsjóð ESB í gegnum AGS, en þeir hafi verið að leita leiða til að gera sig sýnilegri innan AGS. Rússnesk stjórnvöld hafa nefnt 10 milljarða evra í því sambandi.
Þetta er fyrsta ferð Lagarde til Rússlands síðan hún tók við embætti en hún mun síðan halda til Kína og Japan. Löndin þrjú hafa öll lýst yfir áhuga á að koma til aðstoðar við úrlausn skuldavanda Evrópu með aðkomu AGS.