60 þúsund fleiri farþegar

Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum Icelandair.
Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Farþegar Icelandair á fyrstu 10 mánuðum ársins voru 60 þúsund fleiri en allt árið í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Icelandair.

Farþegar Icelandair voru 146 þúsund í október og fjölgaði þeim um 13% frá október á síðasta ári. Í tilkynningu frá félaginu segir að framboðsaukning á milli ára í seinasta mánuði hafi verið 18% og sætanýtingin í október nam 81,5% og lækkaði lítillega frá sama mánuði í fyrra.

„Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum félagsins, en fjölgunin var mest á ferðmannamarkaðinum til Íslands þar sem aukningin nam 18%. Icelandair flutti samtals 1.540 þúsund farþega á fyrstu 10 mánuðum ársins 2011, sem eru 60 þúsund fleiri farþegar en Icelandair flutti allt árið 2010,“ segir í tilkynningunni.

Einnig kemur fram að Flugfélag Íslands flutti 29 þúsund farþega í októbermánuði og fækkaði þeim um 4% á milli ára. Sætanýting Flugfélagsins nam 67,6%. Seldum tímum í leiguflugi fækkaði á milli ára um 13%. Frakt jókst um 7% miðað við október á síðasta ári.

Framboð á gistinóttum hjá Flugleiðahótelunum jókst um 12% á milli ára og herbergjanýtingin var 63,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK