Enn hækkar ávöxtunarkrafa á Ítalíu

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítala, og Umberto Bossi, leiðtogi Norðurbandalagsins, greiða …
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítala, og Umberto Bossi, leiðtogi Norðurbandalagsins, greiða atkvæði á ítalska þinginu í dag.

Ávöxtunarkrafa á ítölsk ríkisskuldabréf hækkaði enn síðdegis eftir að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra, mistókst að fá meirihluta þingmanna til að styðja mikilvægt frumvarp.

Ávöxtunarkrafa á 10 ára ítölsk ríkisskuldabréf fór í 6,76% og hefur ekki verið hærri frá því evran var tekin upp um aldamótin.

Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði síðdegis að staða ítalskra efnahagsmála ylli miklum áhyggjum og að landið væri undir miklum markaðsþrýstingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK