Ávöxtunarkrafa á ítölsk ríkisskuldabréf hækkaði enn síðdegis eftir að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra, mistókst að fá meirihluta þingmanna til að styðja mikilvægt frumvarp.
Ávöxtunarkrafa á 10 ára ítölsk ríkisskuldabréf fór í 6,76% og hefur ekki verið hærri frá því evran var tekin upp um aldamótin.
Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði síðdegis að staða ítalskra efnahagsmála ylli miklum áhyggjum og að landið væri undir miklum markaðsþrýstingi.