Hættir hjá Landsbankanum

Breytingar hafa orðið á sviði bíla og tækjafjármögnunar hjá Landsbankanum. Þeir Kjartan G. Gunnarsson framkvæmdastjóri og forstöðumennirnir Pétur Gunnarsson og Herbert Arnarson hafa ákveðið að láta af störfum hjá Landsbankanum. Þeir voru í forystusveit hjá SP – Fjármögnun og verða bankanum til ráðgjafar um rekstur bíla- og tækjafjármögnunar á meðan þurfa þykir, segir í tilkynningu.

Ekki verður ráðið í stöðu framkvæmdastjóra strax, heldur mun Hjördís D. Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri endurskipulagningar  eigna hafa umsjón með sviðinu fyrst um sinn. 

Helga Friðriksdóttir, sem verið hefur forstöðumaður í endurskipulagningu mun bætast í stjórnendahópinn hjá bíla-og tækjafjármögnun sem forstöðumaður útlánastarfseminnar. 

SP – Fjármögnun og Avant voru nýverið sameinuð Landsbankanum og mynda þau fyrirtæki nú hið nýja svið, bíla- og tækjafjármögnun.

Kjartan G. Gunnarsson segir í fréttatilkynningu að hann hafi talið réttan tíma til að láta af störfum nú:

„Ég hef rekið fyrirtæki á sviði fjármögnunar bíla og tækja í rúm 20 ár. Nú hefur SP-Fjármögnun verið sameinað Landsbankanum og framundan eru frekari breytingar og þróun á starfseminni. Ég vildi fylgja hinu nýja sviði fyrstu skrefin en nú þegar þau hafa verið tekin tel ég rétt að draga mig í hlé.  Ég tel eðlilegt að aðrir taki nú við stjórnartaumunum og móti nýtt svið innan Landsbankans. Ég þakka mínu samstarfsfólki og starfsfólki Landsbankans fyrir samstarfið og óska því alls hins besta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK