Lagarde óttast „glataðan áratug“

Christine Lagarde.
Christine Lagarde. Reuters

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Christiene Lagarde, varar við því að efnahagslíf heimsins eigi á hættu að stefna inn í það sem hún kallar „glataðan áratug.“ Vísaði hún þar til skuldakreppunnar í Evrópu sem hefur stefnt efnahag heimsins í óvissu.

Lagarde er nú komin til Kína eftir að hafa fundað í Rússlandi og hvatti hún Kínverja til að breyta útflutningsdrifinni hagvaxtarstefnu sinni og vinna að því að auka eftirspurn heimafyrir í viðleitni til að ná jafnvægi í efnahagslífinu og viðhalda langtíma hagvexti. Kínversk stjórnvöld yrðu að leyfa gjaldmiðli sínum að styrkjast til að auka eftirspurn heima fyrir.

Lagarde sagði mikilvægt að bregðast við af dirfsku og vinna saman að því að forða efnahag heimsins frá því að falla í óvissu, fjármálalegan óstöðugleika og mögulegt hrun á eftirspurn sem gæti þýtt það sem sumir kalla glataðan áratug.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK