Þjóðverjar þurfa ekki evruna

Evrur
Evrur Reuters

Þýskir útflytjendur geta vel komist af án evrunnar sagði Anton Börner formaður samtaka þýskra útflytjenda í dag en í gær sýndu opinber gögn að mettölur í útflutningi Þjóðverja væru orsök hagstæðasta viðskiptajafnaðar landsins á þriggja ára tímabili.

„Frjálsi markaðurinn er það sem skiptir máli, við þurfum ekki nauðsynlega á sameiginlegum gjaldmiðli að halda,“ sagði Börner. „Er líf fyrir Þýskaland eftir evruna? Já það er það.“ Hann bætti við að útflytjendur geta lifað af án evrunnar.

Þýskaland er annar stærsti útflytjandi heims á eftir Kína. Útflutningur Þjóðverja nam 91,3 milljörðum evra í september sem er 0,9% hækkun frá í ágúst og hefur útflutningur þeirra aldrei verið meiri frá sameiningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK