Svört hagspá fyrir ESB

Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál hjá framkvæmdastjórn ESB, og …
Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál hjá framkvæmdastjórn ESB, og forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso Reuters

Nýtt samdráttarskeið blasir við í ríkjum Evrópusambandsins á næsta ári, samkvæmt nýrri spá sem Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, kynnti í dag.

Er þetta rakið til gríðarlegra skulda evrópskra ríkja, erfiðrar stöðu banka og minni einkaneyslu.

Samkvæmt spánni verður hagvöxtur einungis 0,1% á Ítalíu á næsta ári en á sama tíma og halli á ríkissjóði verði 2,3% en samkvæmt reglum sem gilda um evruaðild má hallinn ekki vera meiri en 3% nema um smávægileg og tímabundin frávik sé að ræða. Hins vegar hljóða markmið ríkisstjórnar Ítalíu þannig að hallinn verði ekki meiri en 1,6%.

ESB lækkar hagvaxtarspá Bretlands hressilega í nýrri hagvaxtarspá. Er nú gert ráð fyrir því að hagvöxtur verði 0,7% í ár og 0,6% á næsta ári. Fyrri spá ESB hljóðaði upp á 1,7% hagvöxt í ár og 2,1% á næsta ári.

Fyrir evrusvæðið í heild er spáð 0,5% hagvexti á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK