Atvinnuleysi 6,8% í október

Atvinnuleysi mældist 6,8% í október samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar. Að meðaltali voru 10.918 atvinnulausir í október og fjölgaði atvinnulausum um 159 að meðaltali eða um 0,2 prósent frá september.

Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi í nóvember verði á bilinu 6,9%-7,2%.

Atvinnuleysið var 7,7% á höfuðborgarsvæðinu í október en 5,2% á landsbyggðinni. Mest var það á Suðurnesjum 11,5%, en minnst á Norðurlandi vestra 2,2%. Atvinnuleysið var 6,5% meðal karla og 7,2% meðal kvenna.

Skýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi í október

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK