Ungverjar nálgast ruslflokk

Reuters

Ungverska forintan hefur aldrei verið jafn lág gagnvart evrunni og í dag en fjárfestar flýja nú gjaldmiðilinn vegna ótta um að lánshæfismat Ungverjalands verði lækkað.

Gengi forintunnar hefur fallið hratt í dag en von er á nýju lánhæfismati frá alþjóðlegu matsfyrirtækjunum Moody's og Standard & Poor's. Er fastlega gert ráð fyrir því að horfum matsins verði breytt úr stöðugum í neikvæðar. Ungverjaland er nú einum flokki fyrir ofan ruslflokk hjá matsfyrirtækjunum þremur, Moody's, S&P og Fitch. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK