Lánskjör ítalska ríkisins hafa ekki batnað við skipun Mario Monti í embætti forsætisráðherra, en í morgun var álag á skuldabréf ríkisins til tíu ára 7,039%. Álagið fór hæst í 7,483% þann 9. nóvember sl. en 7% múrinn er talinn marka upphafið af ósjálfbærri skuldastöðu.
Líkt og fram kom í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka í síðustu viku er Ítalía þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins og nema skuldir Ítalíu tæpum 24% af heildarskuldum svæðisins. Heildarskuldir Ítalíu nema um 1,9 triljónum evra sem er meira en samanlagðar skuldir, Grikklands, Írlands, Portúgal og Spánar.