Kröfuhafar njóta ágóðans

Vogunarsjóðirnir sem keyptu kröfur á gömlu bankana eftir fall þeirra …
Vogunarsjóðirnir sem keyptu kröfur á gömlu bankana eftir fall þeirra hafa hagnast mikið á þeim viðskiptum. mbl.is

Við endurmat á eignum viðskiptabankanna þriggja hafa 76 milljarðar króna runnið til erlendra kröfuhafa hinna föllnu banka en aðeins um 30 milljarðar króna eru eftir sem virðisaukning í nýju bönkunum. Þetta kom fram í máli fulltrúa Fjármálaeftirlitsins á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær.

Þetta þýðir með öðrum orðum að endurheimtur á lánasafni viðskiptabankanna renna í miklu meira mæli til erlendra kröfuhafa heldur en til hinna nýju endurreistu banka, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem situr í efnahags- og viðskiptanefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Stærstur hluti hagnaðarins af bættum endurheimtum á lánasafni bankanna skilar sér ekki til íslenska hagkerfisins heldur fer beint til útlendinga.“

Á fundi nefndarinnar var jafnframt upplýst að vogunarsjóðir væru stærstir í eigendahópi skilanefnda Kaupþings og Glitnis, en samkvæmt mati FME eiga sjóðirnir meira en 60% af öllum skuldabréfum bankanna tveggja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK